Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1859
9. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
16.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.desember sl. Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 6. nóv. sl. varðandi óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið að nýju og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.
2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 2.desember sl. Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 1. desember varðandi breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 þess efnis að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Hafnarstjórn samþykkir erindið að nýju og að málsmeðferð verði í samræmi við mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Kristín María Thoroddsen. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson og svarar Kristín María andsvari. Einnig kemur Ingi Tómasson til andsvars.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.