Betri Hafnarfjörður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3547
4. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir samráðs- og lýðræðisverkefnið Betri Hafnarfjörður og framtíð þess.
Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að verkefnið verði unnið áfram í samræmi við kynningu og umræður á fundinum. Fyrirliggjandi verkefnum er vísað til næstu fjárhagsáætlunarvinnu.

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Viðreisn fagnar því ákaft að málefni vefsins Betri Hafnarfjarðar séu nú komin á dagskrá bæjarráðs, enda um að ræða afar mikilvægt verkfæri á vegum Hafnarfjarðar er varðar samráð við íbúa bæjarins. Vefurinn hefur verið starfræktur undanfarin ár án þess þó að hafa fengið neitt raunverulegt vægi innan stjórnsýslunnar. Líkt og fulltrúi Viðreisnar benti á í bókun í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 5. júní á síðastliðnu ári, telur Viðreisn afar brýnt að bærinn nýti þetta tækifæri til raunverulegs samráðs við bæjarbúa mun betur en nú er gert. Vefurinn Betri Hafnarfjörður á að vera vettvangur beins lýðræðis þar sem bæjarbúum gefst færi á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi, eitthvað sem Viðreisn hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á. Tillögur okkar frá því í júní á síðasta ári voru svohljóðandi:
1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar.
2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn.
3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði.
4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.
Viðreisn vill því ítreka mikilvægi þess að vefurinn Betri Hafnarfjörður komi til með að skipa stóran sess í samvinnu og samstarfi Hafnfirðinga við stjórnsýslu bæjarins á komandi árum.

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Viðreisn fagnar því ákaft að málefni vefsins Betri Hafnarfjarðar séu nú komin á dagskrá bæjarráðs, enda um að ræða afar mikilvægt verkfæri á vegum Hafnarfjarðar er varðar samráð við íbúa bæjarins. Vefurinn hefur verið starfræktur undanfarin ár án þess þó að hafa fengið neitt raunverulegt vægi innan stjórnsýslunnar. Líkt og fulltrúi Viðreisnar benti á í bókun í Umhverfis- og framkvæmdaráði þann 5. júní á síðastliðnu ári, telur Viðreisn afar brýnt að bærinn nýti þetta tækifæri til raunverulegs samráðs við bæjarbúa mun betur en nú er gert. Vefurinn Betri Hafnarfjörður á að vera vettvangur beins lýðræðis þar sem bæjarbúum gefst færi á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi, eitthvað sem Viðreisn hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á. Tillögur okkar frá því í júní á síðasta ári voru svohljóðandi: