Víkingastræti 2, viðbyggingar, byggingarstig og skráning
Víkingastræti 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 535
5. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Hótelið er skráð 691,4 m2 í dag en skv. nýjustu samþykkt frá árinu 2009, á það að vera 1247,3 m2. Síðasta skráða úttekt er frá árinu 2007, yfirferð vegna fokheldis. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né að ný eignaskiptayfirlýsing hafi borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 25.07.12. Yrði ekki brugðist við þeim innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra (nafn) og sömu upphæð á eigendur Fjörustein ehf frá og með 15.01.15 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri eða eigandi ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122422 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038640