Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 706
19. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Í framhaldi af kynningar göngu um hverfið þann 28.4. sl. er skipulagsvinna á deiliskipulagi í Vesturbæ tekin til umræðu
Svar

Skipulags- og byggingarráð fagnar þeim viðbrögðum sem fram hafa komið vegna skipulagsvinnu er snýr að Vesturbæ Hafnarfjarðar og verndarsvæðis í byggð. Markmið laga um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gild. Í ferlinu hafa verið haldnir tveir samráðsfundir vegna frumvinnu skipulagshöfunda þar sem íbúar hafa fengið tækifæri til að skoða og ræða þær hugmyndir sem liggja fyrir. Auk þess fór ráðið ásamt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar í gönguferð um svæðið til að kynna sér aðstæður og umhverfið. Að því sögðu er það mat skipulags- og byggingarráðs að mikilvægt sé að taka enn frekar tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið hjá íbúum í ferlinu. Því leggur ráðið til að lóðarhafar, er málið snertir beint, verði boðaðir til sérstakra fundar til að ræða þær breytingar sem skipulagshöfundar hafa kynnt áður en frekari skref verða stigin í þeirri skipulagsvinnu sem hér er í vinnslu.