Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 289
13. desember, 2011
Annað
‹ 15
16
Fyrirspurn
Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að verkefnislýsingu.
Svar

Lagt fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela sérstökum stýrihóp að hafa umsjón með endurskoðun aðalskipulags. Í hópnum sitji fulltrúar frá öllum framboðum, einn frá hverju og mun sviðsstjóri starfa með hópnum. Sviðsstjóra falið að setja saman erindisbréf fyrir hópinn fyrir næsta fund og verði þá jafnframt tilnefndir fulltrúar í stýrihópinn.