Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 241
15. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar vegna nýbyggingar Hrafnistu og annarra minniháttar breytinga. Sviðsstjóri gerði áður grein fyrir viðræðum við skipulagsstjóra Garðabæjar varðandi breytinguna. Áður lagður fram uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs með hugsanlegri breytingu við Hrafnistu. Áður lagður fram tölvupóstur frá Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 26.11.2009 varðandi afgreiðslu bæjarráðs Garðabæjar á erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fellst á þessa niðurstöðu og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs: "Bæjarráð Hafnarfjarðar fellst á tillögu um breytingar á sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar sem fram koma á uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs."