Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting Sléttuhlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1625
8. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 1.des.sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 04.03.2009 að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar aukningu byggðar í Sléttuhlíð. Textabreyting. Skipulagstillagan var auglýst 24.08.2009 skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og lauk athugasemdafresti 09.10.2009. Athugasemdir bárust. Lögð fram endurskoðuð samantekt skipulags- og byggingarsviðs dags. 20.11.2009 á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar aukningu byggðar í Sléttuhlíð dags. 04.03.2009 og að málinu verði lokið skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls og lagði fram tillögu að frestun málsins. Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað til næsta fundar í bæjarstjórn, þriðjudaginn 15. desember.   Bæjarstjórn samþykkti framlagða frestunartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.