Selvogsgata 1, byggingarleyfi
Selvogsgata 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 239
1. desember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf Bjögvins Þórðarsonar Lex lögmannsstofu f.h. íbúa að Brekkugötu 26 dags. 24.11.2009, þar sem gerð er athugasemd við framkvæmdir við Selvogsgötu 1, þar sem steypt er fyrir glugga í kjallaraíbúð Brekkugötu 1. Gerð er athugasemd við þau gögn sem fylgdu grenndarkynningunni.
Svar

Komið hefur í ljós að vafasamt er að uppdrættir þeir sem sendir voru í grenndarkynningu fyrir viðbyggingu við Selvogsgötu 1 uppfylli ákvæði gr. 18.3 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 m. s.br. Óvíst er því hvort útsend gögn hafi uppfyllt kröfur sem gera verður til hönnunargagna, þannig að nágrannar gætu gert sér grein fyrir áhrifum breytinganna á hús sitt. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að leita álits Skipulagsstofnunar um það í samræmi við 4. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., og biðja um flýtimeðferð á málinu. Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda Selvogsgötu 1 skylt að stöðva tímabundið framkvæmdir við vegginn að Brekkugötu 26 þar til álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir. Eigandi framkvæmda getur komið að athugasemdum hjá Skipulagsstofnun og/eða Skipulags- og byggingarsviði vegna þessarar ákvörðunar.  

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122174 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037689