Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3577
1. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl. Þann 20.04.2021 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins á ný. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins á fundi sínum þann 28.04.2021. Uppfærð umhverfisskýrsla var auglýst samhliða auglýsingu um breytt deiliskipulag. Tillagan var auglýst frá 08.05- 21.06.2021. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn vegna athugasemda sem bárust við auglýstu deiliskipulagi, jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í sínum málflutningi lagt áherslu á mikilvægi umhverfisþáttarins vegna uppbyggingar knatthúss á Ásvöllum. Bæjarstjórn ber hér mikla ábyrgð og mikilvægt að áhrif á lífríki Ástjarnar og friðlýsta svæðið verði ekki neikvæð og varanleg.
Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókanir um að við frekari framkvæmdir á Ásvöllum verði verndun friðlýsta svæðisins við Ástjörn ávallt sett í forgang.