Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 594
5. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 3. mars 2016 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar sl. var fallist á fyrirliggjandi tillögu með athugasemdu jafnframt því að óskað var eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Lögð fram umbeðin sneiðing dags. 3. mars 2016. Á fundi ráðsins þann 22.03. s.l. var ósað eftir viðbótar gögnum sem hafa borist dags. 03.2016, mótek. 01.04.2016.
Svar

Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að vinna að og ganga frá breyttu mæliblaði og lóðarsamning með vísan til deiliskipulagstillögu sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 16. júní 2015. Þeirri vinnu skal lokið áður en framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs knatthúss er veitt.

Með vísan til fyrirhugaðrar stærð mannvirkis, nánasta umhverfis og friðlandsins áréttar skipulags- og byggingarráð að hönnun þess verði kynnt á fyrirspurnarformi áður en endanlega afgreiðsla á sér stað.