Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 591
23. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 20. september 2015 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 16. júní sl. var tekið jákvætt í erindið og var óskað eftir nánari gögnum sem sýna útlit og ásýnd í landi. Ný gögn hafa borist og vísaði skipulags- og byggingarfulltrúi erindinu til ráðsins á fundi sínum þann 7. október sl. Umsögn umhverfisstofnunnar barst 8. febrúar sl.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fellst á fyrirliggjandi tillögu með eftirfarandi athugasemdum:
Mannvirkið verði innan byggingarreits og byggingarreitur fari ekki út fyrir núverandi lóðarmörk.
Hæðarafsetning húss fari ekki yfir 10 metra miðað við yfirborð á fótaboltavelli.
Útlit og efnisval taki mið af friðlandinu.

Skipulags- og byggignarráð óskar jafnframt eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.