Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1865
3. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.febrúar sl. Umhverfisskýrsla vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Hauka lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skýrslu og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Til máls taka Ingi Tómasson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson Sigurður Þ. Kristinsson, Adda María Jóhannsdóttir og Jón Ingi Hákonarson

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi umhverfisskýrslu.

Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar telja framlagðar mótvægisaðgerðir til mikilla bóta fyrir málið. Svæðið er viðkvæmt og umrædd framkvæmd mun leiða af sér óafturkræfar breytingar. Því leggjum við ríka áherslu á að öllum mótvægisaðgerðum verði fylgt vandlega eftir, og leiki einhver vafi á, verði náttúran ávallt látin njóta vafans.

Adda María Jóhannsdóttir
Friðþjófur Helgi Karlsson


Sigurður Þ. Ragnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.