Hitaveita Suðurnesja, eignarhlutur Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3185
18. október, 2007
Annað
1
Fyrirspurn
Gunnar Svavarsson fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja mætti á fundinn og gerði grein fyrir eigendafundinum sem haldinn var mánudaginn 15. október sl.
Svar

Gert var stutt fundarhlé og að því loknu var fundi fram haldið.

Fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarráð Hafnarfjarðar áréttar á grundveli hluthafasamkomulags milli fjögurra stærstu hluthafa i Hitaveitu Suðurnesja hf. frá því í júlí sl. að engar breytingar séu gerðar á samþykktum og félagslegri stöðu HS hf. án aðkomu allra eigenda félagsins. Jafnframt ítrekar bæjarráð Hafnarfjarðar að þeir þættir sem snúa að uppskiptingu HS hf. og fjallað er um í samrunasamkomulagi REI og Geysis Green hafa ekki verið formlega teknir fyrir á eigendafundi HS hf."

Áheyrnarfulltrúi VG tekur undir bókunina.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.