Staðan í ráðningarmálum í leikskólum í byrjun skólaársins 2007-2008
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 16 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3181
13. september, 2007
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarqndi tillaga fulltrúa VG: "Stofnaður verði starfshópur, með fulltrúum úr fræðsluráði, fjölskylduráði og bæjarráði, sem hafi það verkefni að stjórna aðgerðum til þess að fylla megi allar þær stöður sem auglýstar hafa verið. Aðgerðirnar skulu í það minnsta vera þrenns konar:

1. Hvernig má fylgja eftir því góða starfi starfsfólks fræðslusviðs og starfsfólks skóla í Hafnarfirði sem þakka má þann árangur sem þó hefur náðst, við að vekja frekar athygli á Hafnfirskum skólastofnunum sem framtíðarvinnustöðum. 2. Hvernig má útfæra enn frekar ákvæði í kjarasamningum starfsfólks skólastofnanna innan ramma þeirra kjarasamninga sem í gildi eru til þess að auka möguleika á því að bæta kjör starfsfólks. 3. Hvernig bæta megi starfsumhverfi starfsfólks skóla í Hafnarfirði enn frekar og gera Hafnfirska skóla eftirsóknarverðari.
Svar

Efni framlagðrar tillögu fellur fyrst og fremst undir fræðsluráðið þar sem tillagan var upphafa flutt sl. mánudag Ráðið samþykkti þá að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar. Bæjarráð telur því rétt að tillagan fái frekari efnislega umfjöllun og afgreiðslu í fræðsluráði á næsta fundi ráðsins.