Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1607
17. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
20. liður úr fundargerð SBH frá 10. febr. sl. Lögð fram fyrirspurn undirbúningshóps HS orku dags. 06.02.2009 um matsskyldu vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: ,,Bæjarstjórn samþykkir að heimila Hitaveitu Suðurnesja, HS orka, að tilkynna inn til Skipulagsstofnunar fyrirspurn um matsskyldu rannsóknaborunar við Hveradali í Krýsuvík samkvæmt valkosti 2 á túninu við brekkurótina í framlögðum drögum HS orku frá 6. febrúar sl. Samþykkt þessi nær eingöngu til umræddrar rannsóknarborunar og gefur engin frekari fyrirheit um framhald málsins. Þegar rannsókn er lokið og niðurstöður hennar liggja fyrir mun bæjarstjórn taka frekari afstöðu til framhalds málsins. „
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Svo Guðfinna Guðmundsdóttir sem bar fram spurningar til ræðumanns sem hann svaraði. Guðfinna Guðmundsdóttir veitti andsvar sem Gísli Ó. Valdimarsson svaraði. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Svo Almar Grímsson. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Amar Grímsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Jón Páll Hallgrímsson veitti andsvar öðru sinni. Guðfinna Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Haraldar Þórs Ólasonar. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls og bar upp þá tillögu að vísa erindinu aftur til skipulags- og byggingarráðs. Svo Lúðvík Geirsson. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari. Bæjarstjórn samþykkti með 10 atkv. tillögu Gísla Ó. Valdimarssonar og vísaði málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.