Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 Krýsuvík, beiðni um breytingu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 220
24. febrúar, 2009
Annað
Fyrirspurn
Lagðir fram minnispunktar frá 2. fundi starfshópsins dags. 22. janúar 2009. Tekinn fyrir 20. liður úr fundargerð SBH frá 10. febr. sl. varðandi fyrirspurn undirbúningshóps HS orku dags. 06.02.2009 um matsskyldu vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík. Bæjarstjórn samþykkti 16.02.2009 að vísa tillögu Skipulags- og byggingarráðs aftur til ráðsins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:   Bæjarstjórn samþykkir að heimila Hitaveitu Suðurnesja, HS Orku, að vinna að tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar um matsskyldu rannsóknarborunar við Hveradali í Krýsuvík í samvinnu við starfshóp um rannsóknarboranir í Krýsuvík og skipulags- og byggingarráð.  Samþykkt þessi nær eingöngu til rannsóknarborunar samkvæmt valkosti 2 við  og gefur engin frekari fyrirheit um framhald málsins. Þegar rannsókn er lokið og niðurstöður hennar liggja fyrir mun bæjarstjórn taka frekari afstöðu til framhalds málsins.