Húsnæðismál hælisleitenda
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 15
25. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dags. 17. október, um húsnæðismál hælisleitenda. Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri á fjölskyldusviði koma inn á fundinn.
Svar

Heiða Ösp Kristjánsdóttir, deildarstjóri á fjölskyldusviði kom inn á fundinn og kynnti erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Fram kom að íslenska ríkið hafi tekið Kumbaravog á Stokkseyri á leigu fyrir móttöku hælisleitenda sem eiga umsókn um alþjóðlega vernd, án vitneskju sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Árborg er nú þegar móttökusveitarfélag við flóttafólk og hefur sinnt þjónustu sinni með samningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið.
Bæjarráð bendir á að val á staðsetningu sé óheppileg þegar horft er til þjónustunnar sem hópurinn þarfnast.
Bæjarráð telur að Sveitarfélagið Árborg geti útvíkkað gildandi samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem móttökusveitarfélag við flóttafólk og tekið á móti allt að 75 einstaklingum. Þannig má betur tryggja farsæla þjónustu og aðlögun.