Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 13
12. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 6. fundi bæjarstjórnar, frá 5. október, liður 7. Ungmennaráð Árborgar lagði til að hækkuð yrðu laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full nefndarlaun.
Ungmennaráðið fundar tvisvar í mánuði og hefur síðustu ár bara fengið greidd hálf nefndarlaun fyrir annan fundinn. Þau óska eftir því að hækka laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full ásamt því að fá greitt fyrir báða fundi í mánuði. Þau erum alveg jafn mikilvæg og aðrar nefndir sveitarfélagsins og þess vegna ættu launin að vera í samræmi við það. Ungmennaráðið leggur jafn mikinn tíma, vinnu og metnað í starf sitt líkt og meðlimir annara nefnda. Þau erum til dæmis að halda fjóra viðburði í menningarmánuðinum.
Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Svar

Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.