Tillaga frá Bergrisanum - breyting á samþykktum Arnardrangs hses
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 dögum síðan.
Bæjarstjórn nr. 5
21. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá Bergrisanum þar sem óskað var eftir staðfestingu frá bæjarstjórn um breytingartillögu á samþykktum Arnardrangs hses.
Einnig var óskað eftir formlegu samþykki á nýrri stjórn sem lögð var til á aukaaðalfundi Bergrisans 30. júní sl.
Svar

Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillaga um staðfestingu bæjarstjórnar á breytingum á samþykktum Arnardrangs hses er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Tillaga um formlegt samþykki að nýrri stjórn sem lögð var fram á aukaaðalfundi Bergrisans 30. júní sl. er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.