Breytingar á sorphirðu 2023
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 7
19. október, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 4. fundi umhverfisnefndar, frá 19. september, liður 1. Breytingar á sorphirðu 2023.
Farið yfir tillögur að sorphirðu og innleiðingu lausna sem tækju gildi um næstu áramót.
Atli Marel sviðstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs kom á fundinn og fór yfir nýjar tillögur að sorphirðu í Árborg. Nefndin samþykkti að taka upp 4ra tunnu kerfi og mun ein tunna bætast við á hvert heimili. Hægt verður að óska eftir því fá tvískipta tunnu þannig að það verði 3 á heimili í stað 4 tunna. Nefndin fól Mannvirkja- og umhverfissviði að vinna tillögur að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Árborg og leggja drög að nýrri gjaldskrá.
Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingum á sorphirðu í Árborg.
Svar

Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.