umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eyravegur 22
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 99
7. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Samúel Smári Hreggviðsson hönnunarstjóri f.h. Saulius Vareika sækir um leyfi til að byggja við núverandi íbúðarhús. Helstu stærðir viðbyggingar eru 115,7 m2 og 413,0 m3. Í viðbyggingu eru tvær nýjar íbúðir. Málið var áður til umræðu á 98. afgreiðslufundi og var þá vísað til skipulagsnefndar.
Svar

Fjallað var um málið á 5.fundi skipulags-og byggingarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd telur að áform um fjölgun íbúða á lóðinni Eyravegur 22, sé ekki tímabær á meðan ekki hefur verið unnið rammaskipulag fyrir svæðið í heild, eins og endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, gerir ráð fyrir, þar sem svæðið meðfram Eyravegi er skilgreint sem miðsvæði/þróunarsvæði.

800 Selfoss
Landnúmer: 161997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10058667