Byggðarhorn 173956 Umsókn um stöðuleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 97
10. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lilja Björk Andrésdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir um 2 stk um 50 m2 hús sem fyrirhugað er að flytja á staðinn. Sótt er um leyfi frá 10.08.2022-10.08.2023. Umsækjandi fyrirhugar að óska eftir skipulagsbreytingu á landinu í framhaldi af flutningi húsanna.
Svar

Heimild til að veita stöðuleyfi skv. gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð takmarkast við eftirfarandi:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Skv. deiliskipulagi er svæðið ætlað fyrir heilsársbyggð og ekki heimilt að reisa þar frístundahús.
Erindinu hafnað.