Hjalladæl 1 - Stofnun lóðar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 3
27. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Skipulagsfulltrúi leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar, um hvort ekki sé ráð að skoða að afmarka og stofna lóð við „Hjalladæl 1“. Svo virðist sem umrætt svæði/lóð ( á móti Hjalladæl 2, og við hlið lóðarinnar Hjalladæl 3 og hafi snertingu við Túngötu 42) hafi ekki verið stofnuð í kerfi Þjóðskrár og ekki fengið nákvæma afmörkun.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að vinna við gerð lóðarblaðs verði hafin og er skipulagsfulltrúa falið fylgja málinu eftir, með vinnu við gerð lóðarblaðs. Nefndin telur einnig eðlilegt að nýstofnuð lóð verði auglýst laus til umsóknar, til byggingar íbúðarhúss.