Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 3
30. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista, lagt var til að sett yrði strax á laggirnar byggingarnefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka. Nefndina skipi m.a. fulltrúar bæjaryfirvalda í Svf. Árborg, sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði Árborgar, fulltrúar skólayfirvalda í BES, fulltrúar starfsfólks skólans ásamt fulltrúum foreldra nemenda við skólann.
Svar

Bæjarráð samþykkir að skipa starfshópinn og felur bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.