Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Búðarstígur 23
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 91
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Kjartan Sigurbjartsson fyrir hönd Iron fasteignir ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri notkun og breytingum innanhúss og utan. Núverandi fiskverkunarhúsi verður breytt í iðnaðar- og geymsluhús, matshlutar sameinaðir og skipt í nokkur eignarrými. Undanskilinn er NA hluti hússins þar sem eftir er að útfæra aðgengi frá götu.
Svar

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við aðalskipulag. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Byggingaráform eru samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum:
- Umsögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir vegna sjóvarnargarðs.
- Gert verði grein fyrir innra skipulagi lóðar og umferðarflæði í samræmi við umsögn Minjaverndar.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirtalin gögn liggja fyrir og skilyrði eru uppfyllt sbr. byggingarreglugerð 2.3.7 gr. og 2.3.8 gr.:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 165905 → skrá.is
Hnitnúmer: 10088533