Uppbygging innviða - byggingarhæfi lóða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 89
13. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Með bréfi dags. 12.04.2022 vekur mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar athygli byggingarfulltrúa á stöðu orkuöflunar í Sveitarfélaginu Árborg en vöxtur sveitarfélagsins hefur leitt til þess að afhendingargeta Selfossveitna nálgast þolmörk. Bent er á að samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg telst lóð ekki byggingarhæf nema hún geti tengst viðkomandi gatna- og lagnakerfi. Í bréfinu er því velt upp að byggingarfulltrúi íhugi að fresta afgreiðslu umsókna um byggingaráform og útgáfu byggingarleyfis þar til tengingar við lagnakerfi hafa verið tryggðar og lóð telst vera byggingarhæf.
Svar

Með tilvísun í bréf mannvirkja- og umhverfissvið, reglur um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg og samninga sveitarfélagsins við einkaaðila vegna framkvæmda á eignarlöndum samþykkir byggingarfulltrúi að afla umsagnar mannvirkja- og umhverfissviðs áður en ákvörðun er tekin um samþykki byggingaráforma og útgáfu byggingarleyfa.