Skipulags og byggingarnefnd - 93
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 146
22. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
93. fundur haldinn 20. apríl.
Svar

Kjartan Björnsson, D-lista bókar að hann taki undir fyrirspurn og áhyggjur nefndarmanna D-listans undir 9. lið í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Aldrei í sögu Svf. Árborgar hefur verið sótt um eins mörg byggingarleyfi og nú. Veitustjóri hefur upplýst að öruggt sé að hægt verði að afhenda nægt heitt vatn fyrir þær íbúðir sem þegar sé búið að samþykkja byggingarleyfi fyrir. Einnig er rétt að árétta að Selfossveitur hafa aldrei áður lagt jafn mikið til orkurannsókna og einmitt nú. Í því sambandi hefur veitustjóri upplýst að unnið sé að rannsóknum með borunum á þremur stöðum og telur öruggt að hægt verði að afhenda heitt vatn til framtíðar en það taki tíma að koma nýjum orkuöflunarsvæðum í virkni.