Viðbygging við Sundhöll Selfoss - stækkun World Class
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 145. fundi bæjarráðs frá 12. apríl, liður 2. Viðbygging við Sundhöll Selfoss - stækkun World Class
Erindi frá Kjartani Sigurbjartssyni f.h. Í Toppformi ehf, dags. 29. mars, þar em óskað var eftir formlegu samþykki meðeigenda að Tryggvagötu 15 (Sundhöll Selfoss) á breytingum á 2. hæð húsnæðisins.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að erindi um breytingar á 2. hæð Sundhallar Selfoss yrði samþykkt.
Svar

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Helgi S. Haraldsson, B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil hvetja bæjaryfirvöld til að taka upp viðræður við eigendur World Class um það hvort þarna gætu skapast möguleikar til að sveitarfélagið fengi leigða aðstöðu eða nýtt með öðrum hætti til afnota fyrir taekwando og júdó deildina sem eru á ákveðnum hrakhólum með húsnæði.