Austurhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 1
15. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað í skipulags- og byggingarnefnd frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 30.3.2022: Gautur Þorsteinsson f.h. Nova hf. kt. 531205-0810, sækir um leyfi til að reisa fjarskiptamastur á húsinu Austurhólar 10.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að skoðaðir verði fleiri möguleikir til staðsetningar fjarskiptamasturs. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við forsvarsaðila Nova.