Vilyrði fyrir lóð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 145
12. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bókun frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 13. Vilyrði fyrir lóð Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 31.3.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd benti á að umrætt svæði í eigu Árborgar er innan Flóahrepps. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir umrætt svæði og því taldi nefndin ótímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á svæðinu. Erindinu því frestað að svo stöddu.
Svar

Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Skeljar fjárfestingafélags ehf, Festi ehf og fleiri fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum.

Bæjarráð vísar vilyrðisbeiðninni til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.