Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 92
6. apríl, 2022
Annað
Svar

Tveimur liðum úr fundagerð hverfisráðs er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

Liður 2 - Byggingarlóðir. Hverfaráð hefur áhyggjur af lóðaskorti og vill fara að sjá eitthvað gerast í þeim málum. Á íbúafundi sem var haustið 2019 var sagt að hægt yrði að sækja um lóðir á Tjarnarstíg í febrúar 2020.
Svar skipulags- og byggingarnefndar: Deiliskipulag fyrir Tjarnarstíg hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Gatnagerð er fyrirhuguð á næstu misserum. Þegar gatnagerð er lokið verða lóðir auglýstar lausar til úthlutunar. Fyrirhugað er að auglýsa lóðir við Dvergastein lausar til úthlutunar nú þegar í maí 2022.

Liður 4. Hesthúsahverfi - Bent er á að nauðsynlegt sé að vinna deiliskipulag fyrir hverfi. Ráðið hefur áhyggjur af hlutverki þess.
Svar skipulags- og byggingarnefndar: Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.