Fyrirspurn vegna girðinga - Larsenstræti 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 91
23. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Ragnar Auðunn Birgisson f.h. Húsasmiðjunnar ehf, leggur fram uppdrátt, myndir og greinargerð í fyrirspurnarformi, vegna hugleiðinga um girðingarmál fyrir lóðin Larsenstræti 6.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd stendur við fyrri ákvarðanir og að girðing skuli vera lokuð á suður og austur hlið lóðar. Sunnan við lóðina liggur fjölfarinn reiðvegur og ef ekki er um að ræða lokaða girðingu eykst hætta á slysum til muna. Einnig bendir nefndin á að með lokaðri girðingu er komið í veg fyrir að rusl fjúki af lóðinni yfir á önnur svæði.