Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - opið bókhald
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 143
24. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um af hverju bíður Sveitarfélagið Árborg bæjarbúum ekki upp á Opið bókhald? Þessu var lofað af núverandi formanni bæjarráðs vorið 2018. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spurðist fyrir um þetta á bæjarstjórnarfundi fyrir tæpu ári og þá var sagt að opnaði yrði fyrir bókhaldið um haustið. Öll stærri sveitarfélög landsins eru með Opið bókhald þar sem íbúar geta séð í hvað skatttekjurnar fara.
Bæjarráð óskaði eftir svari frá fjármálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.
Svar

Minnisblað fjármálastjóra lagt fram. Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir framlagt minnisblað þar sem fram kemur að fyrirhugað var að fara í Opið bókhald árið 2018 en hætt var snarlega við það þegar galli kom upp í kerfi sem nota átti þá. Síðan þá hefur þetta legið í dvala vegna annarra anna. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að fjármálasvið klári þessa vinnu sem fyrst.