Könnun - staða almannavarnastarfs í sveitarfélögum 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 1
14. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra um vefgátt. Til þess að einfalda vinnu sveitarfélaga við að greina og leysa þær krísur sem upp koma á Íslandi hafa Almannavarnir útbúið vefgátt þar sem haldið er utan um samræmda greiningu í hverju sveitafélagi. Í vefgáttinni er hægt að nálgast leiðbeiningar almannavarna fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli. Leiðbeiningarnar eru gerðar til að einfalda vinnu sveitarfélaga og ekki síst að hjálpa til við að greina og draga fram þá vá og/eða verkefni sem upp geta komið.
Svar

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá Almannavarnarráði Árborgar.