Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 94
4. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16.2.2022, að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 í samræmi við 36. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist lítillega til vesturs, en heildar stærð svæðisins verður óbreytt. Samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu var auglýst tillaga að deiliskipulagi þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang. Ofangreind tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi var auglýst , í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni miðvikudaginn 16.3.2022 og var veittur frestur til athugasemda til og með 27.4.2022. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Veðurstofu Íslands, Umhverfisstofnun, Landsneti, Fiskistofu, Veiðifélagi Árnesinga, Vegagerðinni, Isavia og Mannvirkja- Umhverfissviðs Árborgar. Í umsögn Veðurstofu Íslands er bent á að í ríkjandi suðlægum og suðvestlægum áttum yfir sumarið geti loftmengunar orðið vart við norðurbyggð Selfoss og Árbæjarhverfi. Í umsögn Isavia( með tilvísun í reglugerð 464-2007 um öryggissvæði) er tekið fram að til að tryggja að byggingar hreinsistöðvar og tengdra mannvirkja sem og vegna gróðurs, gangi ekki upp fyrir hindrunarfleti flugvallarins á Selfossi. Slíkar hindranir geti skert öryggi loftfara og séu líklegar til að draga úr öryggi flugvallarins. Isavia mælist til að unnið verð kort með hindranaflötum skv. nýju deiliskipulagi, og þá í samráði við Isavia og Samgöngustofu. Einnig er vakin athygli á, að á byggingartíma gilda kröfur um hæðarhindranir svo sem vegna byggingarkrana og viðlíka búnaðar, og er óskað eftir samráði við Isavia og Samgöngustofu um þau mál. Allir umsagnaraðilar gáfu jákvæða umsögn fyrir utan ofangreindar ábendingar Veðurstofu Íslands og Isavia.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að tekið verði tillit til ábendinga Veðurstofu Ísland og Isavia. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipilagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við sömu grein laga.