Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 87
9. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fyrir liggur tillaga Eflu Verkfræðistofu, þar sem gerð er tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist aðeins til vesturs en heildar stærð svæðisins verði óbreytt. Framkvæmdir sem aðalskipulagið heimilar eru matsskyldar. Álit Skipulagsstofnunar á matskýrslunni lá fyrir 16.11.2020 þar sem segir að matskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stofnunin að fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi sé ótvírætt framfaraskref fyrir þéttbýlið. Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari er gert deiliskipulag þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang. Vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins stendur yfir og eru breytingar sem hér eru lagðar fram í samræmi við tillögu nýs aðalskipulags. Ákveðið var að leggja fram breytingu á aðalskipulagi, en ekki bíða eftir gildistöku nýs aðalskipulags, til að geta hafið framkvæmdir vorið 2022.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna til samræmis við ofangreint í skipulagslögum.