Gatnagerð - Sunnuvegur 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 92
6. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 25.3.2022, ásamt fylgigögnum. Framkvæmdin tekur til endurgerðar götunnar Sunnuvegar á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Og að lokum malbikun götu ásamt yfirborðsfrágangi gangstétta/gönguleiða. Helstu magntölur eru: gröftur 4800m3, styrktarlag/fylling 4800m3, malbik 2080m3, fráveitulagnir 588 l/m, vatnsveitulagnir 297 l/m , hitaveitulagnir 316 l/m og ljósastaurar 7 stk. Útboðs- og verkýsing ásamt teiknihefti unnið af Eflu verkfræðistofu.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir og leggur til við bæjarráð Árborgar, að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2021.
Mælst er til að framkvæmdin verði kynnt sérstaklega íbúum og eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en framkvæmdir hefjast.