Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarráð nr. 137
27. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 17. janúar sl., liður 5. Starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla
Lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um byggingu kennslusundlaugar við Sunnulækjarskóla á Selfossi.
Nefndin lagði til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt með þeim breytingum að horft yrði til þess að útvíkka viðfangsefnið úr kennslusundlaug í sundlaug með það að markmiði að takmarka ekki vinnu hópsins eingöngu við kennslu. Starfshópurinn skili af sér þarfagreiningunni í maí 2022.
Svar

Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn verði stofnaður. Bæjarfulltrúarnir Brynhildur Jónsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson starfi í hópnum ásamt þeim starfsmönnum sem tengjast málefninu.