Áherslur fyrir Suðurland - umsögn SASS vegna frumvarps til fjárlaga 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 133
9. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá SASS, dags. 6. desember, þar sem óskað var eftir hugmyndum frá sveitarfélögum um hvaða áherslur þau vildu helst að samtökin kæmu á framfæri við fjárlaganefnd.
Svar

Bæjarráð Árborgar leggur áherslu á að því verði komið á framfæri að áríðandi er að þau verkefni og ábyrgð sem sveitarfélögum eru falin af hálfu ríkisins verði fjármögnuð með fullnægjandi hætti. Má þar t.d. nefna kröfur til sveitarfélaga um leikskólaþjónustu frá lokum fæðingarorlofs og innleiðingu farsældarfrumvarps en dæmin eru fjölmörg. Einnig má benda á mikilvægi þess að fjármagn fylgi fyrirhugaðri framþróun í heimahjúkrun.