Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Suðurengi 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 83
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags. 8.12.2021: Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur sækir um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum að Suðurengi 33. Breytingin fellst í eftirfarandi: Eigandi raðhúsa-íbúðarinnar við Suðurengi 33 óskar eftir að fá að gera eftirfarandi breytingar við endurnýjun á gluggum og útihurðum í eign sinni: 1. Opnanleg fög í gluggum allra svefnherbergja verði 60 sm breið. 2. Opnanlegt fag í stofuglugga verði breikkað og stytt. Auk þess er svalahurð breikkuð í 90 sm. 3. Glugga á búri á aðkomuhlið (norðausturhlið) lokað. Bókun byggingarfulltrúa: Húseignin er hluti af raðhúsinu nr. 27-35. Breytingin sem sótt er um hefur áhrif á útlit mannvirkisins og telst breytingin ekki óveruleg skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.4. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Suðurengi 27-35.

800 Selfoss
Landnúmer: 162785 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061905