Hjúkrunarrými í Sveitarfélaginu Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 132
25. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Minnisblað bæjarstjóra - Hugmyndir heilbrigðisráðuneytis um öldrunarþjónustu og ráðstöfun hjúkrunarrýma á Suðurlandi.
Svar

Bæjarráð tekur vel í framkomnar hugmyndir en fer fram á að skýr tillaga komi frá ráðuneytinu áður en endanleg afstaða er tekin til málsins. Í ljósi aðkomu Svf. Árborgar að byggingu nýs hjúkrunarheimilis leggur bæjarráð áherslu á að þeir sem eiga heimilisfesti í Árborg en nýta dvalarrými á Suðurlandi utan Árborgar njóti forgangs að rýmum í hinu nýja hjúkrunarheimili.
Bæjarráð hvetur ríkisvaldið til að gera stórátak í uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila á landinu öllu. Það er ekki boðlegt landsmönnum að staða Landspítalans sé eins og hún er í dag. Skortur á starfsfólki, skipulagi, fjármunum og fasteignum í heilbrigðiskerfinu er staða sem aldrei á að koma upp þar sem líf og heilsa landsmanna er undir.

Kjartan Björnsson lætur bóka:
Óska eftir upplýsingum um biðlista á hjúkrunar og dvalarrými í Sveitarfélaginu Árborg sem og á Suðurlandi öllu. Eðlilegt er að fá opinberar tölur um stöðuna á okkar svæði áður en tekin er afstaða til þess að leysa vistunarvanda hjúkrunar og dvalarheimila af öðrum svæðum.