Deiliskipulagsbreyting
Hellismýri 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 viku síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 81
17. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Svanhildur Gunnlaugsdóttir f.h. Landform leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í Hellismýri, Árborg. Breytingin tekur til gildandi deiliskipulags við Hellismýri á Selfossi sem upphaflega var gefið út 9. Júlí 2001 og breytt 2. júlí 2008 með grenndarkynningu. Hús innan athafnasvæðisins er að stórum hluta þegar byggð. Um er að ræða 2 óbyggðar lóðir innan reitsins þar sem fyrirhugað er að reisa geymsluhúsnæði í tveimur húsum með geymslum á bilinu 50-70m² að stærð. Við breytingu þessa helst lóðarstærð óbreytt. Lóðirnar Hellismýri 4 og Breiðamýri 3 verða sameinaðar í eina lóð undir heitinu Breiðamýri 3 og lóðin Hellismýri 4 fellur niður. Aðkoma að lóðinni verður bæði frá Hellismýri og Breiðamýri. Innan lóðar má byggja tvö hús. Heildarhæð húsa má vera 5m. Heildarbyggingamagn innan lóðar er 1.920m² og nýtingarhlutfall breytist úr 0,4 og í 0,43. Ekki er um aðrar breytingar að ræða á deiliskipulaginu og aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Deiliskipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 en þar er svæðið skilgreint sem athafnasvæði.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að farið verði með deiliskipulagsbreytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna Breiðamýri 1 og Hellismýri 2 og 6.

800 Selfoss
Landnúmer: 196525 → skrá.is
Hnitnúmer: 10125551