Tillaga UNGSÁ um bíllausa viku í Árborg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sett verði í gang bíllaus vika þar sem íbúar eru hvattir að sleppa því að nota bíla og fara í staðin á hjóli eða gangandi til staða.
Fyrir þetta verkefni þyrfti fjármögnun í auglýsingar og hugsanleg verðlaun fyrir þá aðila sem standa sig best. Hentugasta tímasetningin væri ágúst/september eða apríl/maí vegna veðurs. Hægt væri að fá lögreglu, slysavarnafélagið eða umhverfissamtök til að flytja utanaðkomandi kennslu fyrir ungmenni. Sniðugt væri að auglýsa m.a. í Dagskránni og á samfélagsmiðlum t.d. á íbúagrúppum sveitarfélagsins á Facebook og Instagramsíðu Árborgar. Það væri eflandi og skemmtilegt skref í átt að umhverfisvænu sveitarfélagi.
Svar

Elín Karlsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.