Tillaga UNGSÁ um að settar verði upp klukkur í nýju íþróttahöllinni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð leggur til að sett verði klukka bæði inn í nýju íþróttahöllina og sömuleiðis utan á hana.
Við leggjum til að klukka verði sett upp inn í nýju höllina þar sem engin klukka er nú þegar þar inni, þessi klukka þyrfti einungis að sýna tíma. Einnig væri tilvalið að setja klukku utan á höllina á þá hlið sem snýr að gervigrasvellinum, bæði sést sáralítið á þá sem er nú þegar hjá aðalvellinum. Lagt er til að klukkan utan á húsinu myndi sína bæði tíma og stöðu leikja, frábært væri að hafa klukku sem keppendur geta líka séð þar sem margoft eru spilaðir leikir á gervigrasinu.
Svar

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.