Tillaga frá UNGSÁ um gangstéttir og gangbrautir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gangstéttir og gangbrautir í sveitarfélaginu verði uppfærðar.
Margar gangstéttir í sveitarfélaginu eru fullar af sprungum og orðnar lélegar, t.d. í Sigtúni og Grashaga. Þetta vandamál eykur líkurnar á slysum, sérstaklega með aukinni notkun rafhlaupahjóla, einnig er þetta ósnyrtilegt. Bæta þarf gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún. Þar á milli er mikil umferð bæði af gangandi og hjólandi vegfarendum sem fara þar á milli oft eða jafnvel daglega. Þar er líka mikil bílaumferð sem eykur slysahættu. Að lokum þarf að betrumbæta fjölmargar gangbrautir og mála þær upp á nýtt.
Svar

Emelía Sól Guðmundsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.