Tillaga frá UNGSÁ um að fjölga rafhleðslustöðvum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gerðar verði fleiri rafhleðslustöðvar.
Það eru einungis níu rafhleðslu stöðvar innan Árborgar og þar af bara tvær stöðvar við Stokkseyri og Eyrabakka. Það er virkilega lítið miðað við að það búi nær ellefu þúsund íbúar hér í Árborg. Það er sífelld fjölgun á fólki í Árborg og sömuleiðis fjölgar rafbílum. Því viljum við hafa frumkvæði og fjölga rafhleðslustöðvum í samræmi við þá þróun. Mikilvægt er að bæta grænar samgöngur og þetta er skref í rétta átt. Til að byrja með væri hægt að bæta við rafhleðslustöðvum við alla grunnskóla, helstu íþróttamiðstöðvar og stofnanir sveitafélagsins.
Svar

Elín Þórdís Pálsdóttir tekur til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.