Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vallholt 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Afgreiðslufundur- og nefnd byggingarfulltrúa nr. 82
5. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, sækir um leyfi til að byggja ofan á svalir á annari hæð. Stærð viðbyggingar 78,9 m2 og 320,0 m3. Heildarstærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65
Svar

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð (viðbygging við þegar byggt hús).
Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu
- Byggingarheimildargjöld hafa verið greidd.

800 Selfoss
Landnúmer: 162871 → skrá.is
Hnitnúmer: 10062007