Framkvæmdaleyfisumsókn
Tjaldsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 125
16. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 76. fundu skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. september, liður 6. Framkvæmdaleyfisumsókn - Tjaldsvæði Eyrarbakka. Óðinn K. Andersen umsjónamaður fasteigna hjá Árborg, óskaði eftir framkvæmdaleyfi, sem fól í sér hækkun, jöfnun, tyrfingu og snyrtingar á mönum kringum tjaldstæði á Eyrarbakka, skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt með fyrirvara um að nánari hönnunargögn yrðu lögð fram.
Svar

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi sem felur í sér hækkun, jöfnun, tyrfingu og snyrtingar á mönum umhverfis tjaldstæði á Eyrarbakka, skv. meðfylgjandi gögnum, með þeim fyrirvara að nánari hönnunargögn verð lögð fram til byggingarfulltrúa.