Lækkun á hámarkshraða við Eyrarbakkaveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 126
30. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarráði um lækkun á hámarkshraða við Eyrarbakkaveg.
Svar

Umferðaröryggi við Eyrarbakkaveg mun aukast umtalsvert við færslu vegtengingar að hesthúsasvæðinu við Eyrarbakka og sameiginlegra aðgerða sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar í því sambandi á komandi ári, en bæjarráð ályktaði um málið þann 26. ágúst síðastliðinn.
Á meðan beðið er þessara úrbóta er hættan hinsvegar enn fyrir hendi. Bæjarráð Svf. Árborgar beinir af þessum sökum þeim tilmælum til Vegagerðinnar að hámarkshraði á þeim kafla Eyrarbakkavegar sem liggur meðfram Eyrarbakka verði lækkaður í 70 kílómetra hraða svo fljótt sem verða má. Slíkt er algeng ráðstöfun víða um land þar sem ekið er í nálægð við byggðir.