Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu kalt vatn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 vikum síðan.
Bæjarráð nr. 126
30. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 22. september sl. liður 12. Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu kalt vatn. Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 25. ágúst 2021, þar sem afgreiðslu var frestað. Um var að ræða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á kaldavatnsholu í landi Hellis, ln. 161793.
Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir eigna- og veitunefnd á 49. fundi nefndarinnar, þann 25. ágúst 2021 og engar athugasemdir gerðar.
Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.
Svar

Bæjarráðs samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir borun á kaldavatnsholu í landi Hellis, ln. 161793.